top of page

Hópar á önninni

Kennt verður frá 10. september - 7. desember

Við endum á jóladagskrá 7. desember!

Þrír hópar verða í boði þessa önnina. 

Upplýsingar um hvern hóp fyrir sig má finna hér fyrir neðan, og stundaskrá má finna hér.

Í öllum hópum er mikið lagt upp úr því að nemendur sýni ábyrgð, virðingu og eljusemi, en sérstaklega mikið um leið og börnin eru komin á grunnskólaaldur.

Skráning hefst 2. september!

DSC_0513.jpg

1 x 45 mín. á viku

KRÍLAHÓPUR

Börn fædd 2019 - 2021

Markmið í hópnum er að læra undirstöðuatriði í danslist. Áhersla er lögð á hreyfigleði, útrás, sköpun og tónheyrn og er kennslunni að stórum hluta komið til skila í gegnum söng og leik. Tímarnir eru kenndir á laugardögum.

  • Facebook
  • Instagram
_MG_5671.jpg

2 x 60 mín. á viku

BC HÓPUR

Börn og unglingar fædd 2008 - 2015

B og C hópur halda áfram að æfa saman á þessari önn, en örlítil breyting verður gerð á stundaskrá. 

Í stað þess að æfa þrisvar í viku æfir þessi hópur tvisvar í viku, klukkutíma í senn, en þeir nemendur sem vilja æfa meira geta bætt við sig valtíma einusinni í viku. 

Í hópnum er áhersla lögð á að læra góða líkamsstöðu, samhæfingu líkamsparta í tæknilegum og skapandi æfingum, líkamsstyrk og liðleika, tónheyrn og taktvísi, listræna tjáningu, spuna, dansgleði, sköpun og samvinnu. 

  • Facebook
  • Instagram
DSC_0586.jpg

2 x 60 mín. á viku

A HÓPUR

Börn fædd 2015 - 2018

Í þessum hópi læra nemendur grunnatriði og -hugtök í ballett, jazz og nútímadansi. Áhersla er lögð á samhæfingu, liðleika, tækni, tónheyrn, dansgleði og spuna. Í kennslu er mikið lagt upp úr því að nemendur sýni ábyrgð, virðingu og eljusemi. 

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page