Hópar á önninni
Kennt verður í 13 vikur og önnin endar 9. desember
Jólasýning fyrir foreldra og vini verður 2. desember
Fjórir hópar verða í boði; frá leikskólaaldri upp í fullorðinshóp. Upplýsingar um hvern hóp fyrir sig má finna hér fyrir neðan, og stundaskrá má finna hér.
Kennsla hefst 12. september og lýkur 9. desember.
2. desember verður lítil jólasýning.
Í öllum hópum er mikið lagt upp úr því að nemendur sýni ábyrgð, virðingu og eljusemi, en sérstaklega mikið um leið og börnin eru komin á grunnskólaaldur.
Komið að prófa frítt í fyrstu vikunni, 12. - 15. september!

3 x 60 mín og
1 x 30 mín ballett á viku
BC HÓPUR
Börn og unglingar fædd 2007 - 2013
B og C hópar hafa sameinast á þessari önn.
Þessi hópur æfir meira en hinir hóparnir, enda elsti grunnskólahópurinn. Hér eru flóknari tæknilegar æfingar kenndar, en þessi hópur fær eina kennslustund eingöngu fyrir ballett, og tvær sem skiptast í jazz og/eða nútímadanstíma sem gerir það að verkum að í hverjum tíma er hægt að einblína betur á atriði úr hverri danstækni fyrir sig:
3 x 60 mín. jazz og/eða nútímadans
1 x 30 mín. ballett
Í hópnum er áhersla lögð á að læra góða líkamsstöðu, samhæfingu líkamsparta í tæknilegum og skapandi æfingum, líkamsstyrk og liðleika, tónheyrn og taktvísi, listræna tjáningu, spuna, dansgleði, sköpun og samvinnu.