top of page
urdur bw 2_edited.jpg

URÐUR STEINUNN

Dansari, danskennari og stjórnandi Valkyrju danslistarskóla.

Urður hefur verið tengd dansi frá blautu barnsbeini, en fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur 17 ára gömul til að stunda nám við Listdansskóla Íslands. Eftir fjögur ár í Listdansskólanum útskrifaðist hún og flutti til Spánar. Þar bjó hún í þrjú ár og stundaði dansnám í Listaháskólanum í Barcelona, þaðan sem hún útskrifaðist með fyrsta flokks BA hons gráðu árið 2019. 

Urður hefur allajafna kennt dans meðfram námi sínu, en eftir útskrift kom hún heim til Akureyrar þar sem hún kenndi í dansstúdíói sem og í grunnskóla. Þaðan fluttist hún svo til Vopnafjarðar þar sem hún stofnaði Valkyrju danslistarskóla.

Alexandra Björk Þorgrímsdóttir

Aðstoðarkennari hjá Krílahópi

Alexandra er 13 ára og hefur æft dans hjá Valkyrju frá því að skólinn var stofnaður. Alexandra segir: ,,Mér finnst gaman að vera með börnum og síðan finnst mér svo gaman að vera í dansi þannig þetta er bara fullkomið fyrir mig." 

Hún segist hlakka til að kenna börnunum allar tilfinningarnar sem hægt er að tjá með dansi.

PHOTO-2024-09-03-17-00-44.jpg

Jóhanna Laufey Hreiðarsdóttir

Aðstoðarkennari hjá Krílahópi

Jóhanna Laufey er 13 ára nemandi í Valkyrju. Hún hefur mjög gaman af börnum og hlakkar til að vera aðstoðarkennari Kríla í vetur.

Aldís Lilja Ívarsdóttir

Forfalla-aðstoðarkennari hjá Krílahópi

Aldís Lilja er fædd 2012 og finnst gaman í dansi, blaki og crossfit. 

Hún hefur mikla reynslu af börnum; á tvær litlar systur og hefur mjög gaman af því að vera innan um börn. Aldís hlakkar til að kenna Krílunum í vetur. 

unnamed.jpg
457041396_3795722794029593_5446299673158165442_n.jpg

Linda Rós Harðardóttir

Forfalla-aðstoðarkennari hjá Krílahópi

Linda er fædd 2012 og hefur áhuga á dansi og leiklist. Hún hefur æft dans frá því að hún var fjögurra ára og segist alltaf hafa haft gaman af því. Linda segist einnig hafa gaman af börnum og hlakkar mikið til að vera með Krílunum á þessari önn.

bottom of page