
URÐUR STEINUNN
Dansari, danskennari, danshöfundur og stjórnandi Valkyrju danslistarskóla.
​
Urður hefur verið tengd dansi frá blautu barnsbeini, en fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur 17 ára gömul til að stunda nám við Listdansskóla Íslands. Eftir fjögur ár í Listdansskólanum útskrifaðist hún og flutti til Spánar. Þar bjó hún í þrjú ár og stundaði dansnám í Listaháskólanum í Barcelona, þaðan sem hún útskrifaðist með fyrsta flokks BA hons gráðu árið 2019.
Urður hefur allajafna kennt dans meðfram námi sínu, en eftir útskrift kom hún heim til Akureyrar þar sem hún kenndi í dansstúdíói sem og í grunnskóla. Þaðan fluttist hún svo til Vopnafjarðar þar sem hún stofnaði Valkyrju danslistarskóla.

ÞÓRHILDUR INGA
Aðstoðarkennari hjá Krílahópum
​Þórhildur er fjórtán ára gömul og segir dansinn styrkja og veita útrás. Henni finnst gaman að aðstoða í Krílahópnum vegna þess hve börnin eru fjörug og skemmtileg.
