top of page

Viðmið skólans

Vinsamlegast tilkynnið veikindi eða önnur forföll á Facebook, í tölvupósti á valkyrjadanslist@gmail.com eða beint til kennara. 

Nemendur og foreldrar eru beðnir að gæta að stundvísi, en gott er að mæta alltaf amk. 5 mínútum áður en tíminn byrjar.  

Nemendur eru beðnir að klæðast aðsniðnum fötum, vera með hár greitt upp og vel frá andliti og alltaf með vatnsbrúsa meðferðis.

Í kennslustund er biðlað til nemenda að þeir virði verkstjórn kennara, sýni háttvísi og nærgætni við aðra nemendur og einbeiti sér að viðfangsefninu.

 

Virði nemandi ekki einhver þessara viðmiða áskilur kennari sér þann rétt að biðja viðkomandi að setjast niður og horfa á rest tímans, eða í versta tilfelli að biðja nemanda að yfirgefa kennslustund.

Gagnlegar upplýsingar

Nýjir nemendur eru alltaf velkomnir að koma í prufutíma, þá skrá þau sig í tímann hér og mæta svo og prufa venjulegan tíma með sínum aldurshópi.

 

Ef þess er óskað er hægt að skipta greiðslum niður í allt að þrjár greiðslur yfir önnina, en skráning í námið jafngildir samt sem áður skuldbindingu til að greiða námsgjöld að fullu. ​

Ef forráðamenn eiga í sérstökum vandræðum með greiðslur geta þeir haft samband á valkyrjadanslist@gmail.com og við finnum út úr því saman. 

Hægt er að nýta frístundastyrk hjá Valkyrju danslistarskóla. Ýtið hér til að nálgast upplýsingar frá Vopnafjarðarhreppi um frístundastyrkinn.

Systkinaafsláttur er 10% fyrir tvö eða fleiri systkini.

bottom of page